NÝTT SJÓNARHORN

Verkið er einfalt en krefst þátttöku áhorfandans, það ber aðeins þann tilgang að fá vegfarandann til að staldra við og virða fyrir sér nánasta umhverfi.

Kannski hefðum við öll gott af dálítilli sjálfsskoðun af og til, að líta á hlutina frá öðru sjónarhorni en venjulega og jafnvel klifra upp á þak og sjá hvernig okkar eigin garður lítur út úr fjarlægð.

-Klifraðu upp, ekki vera smeykur því hæðin sýnist meiri en hún raunverulega er.